Geirfugl
2016-07-29 20.05.23.jpg

Geirfugl

Stærsti flugklúbbur landsins

Viltu koma í kynnisflug?

Taktu fyrsta skrefið. Þú ferð með kennara í loftið frá Reykjavíkurvelli, færð að stjórna vélinni, sérð húsið þitt, upplifir þá ótrúlegu tilfinningu að fljúga eins og fugl og lendir svo aftur og munt aldrei gleyma þessari stund.

Enginn gleymir sínu fyrsta flugi!

 

Viltu koma í flugklúbb?

Við erum stærsti flugklúbbur landsins þar sem 178 hluthafar eiga saman traustan og fjölbreyttan flugvélaflota, flugskýli og vandaða félagsaðstöðu. Félagið er með starfsmann í fullu starfi og rekur viðhaldsstöð.

Komdu í frábæran flugklúbb.

 

Viltu læra að fljúga?

Geirfugl er einn vinsælasti flugskóli landsins. Í gegnum árin höfum við útskrifað hundruðir flugmanna sem hafa látið drauminn rætast og fljúga nú um landið allt árið um kring, fljúga erlendis eða hafa haldið áfram og fljúga nú atvinnuflug hjá stærstu flugfélögum heims.

Láttu drauminn rætast.

Næstu námskeið

Komdu og lærðu að fljúga hjá okkur. Hér geturðu séð allt um næstu námskeið, skráningar, verð o.fl.


Geirfugl fagnar 20 ára afmæli

Geirfugl fagnar nú 20 ára afmæli sínu en félagið var stofnað formlega árið 1997.  Félagið hefur þroskast hratt og er í dag hornsteinn almannaflugs á Íslandi sem stærsti flugklúbburinn. Félagsmenn eru 178 talsins og skipta flugnemar hundruðum sem ýmist hafa lokið námi eða stunda nám hjá félaginu.

Flugfloti félagsins hefur þróast í takt við tímann og er nútímalegur og tæknilegur í bland við hefðbundnar vélar. Við eigum fjölbreyttan og vandaðan flota véla sem valdar eru með það fyrir augum að auka möguleika félagsmanna og flugnema þegar kemur að því að stunda almannaflug eins hagkvæmt og kostur er. Þá hefur Geirfugl alla tíð staðið í stafni þegar kemur að tækniþróun og hefur félagið rekið eigið hugbúnaðarkerfi sem heldur utan um alla starfsemi félagsins.

Öryggi er lykilatriði í öllum rekstri félagsins og er vandað til verks allt frá viðhaldi til samtala við flugmenn sem eru að leggja í langferð. Reynslumiklir flugmenn eru í félaginu, kennarar standa vaktina á vellinum alla daga og framkvæmdastjóri fylgist vel með flotanum. Þessi góða blanda hefur skilað 20 farsælum árum þar sem allir Geirfuglar hafa komið heilir heim og hlakkað til næsta flugs.

Stjórn félagsins þakkar öllum þeim sem komið hafa að starfseminni í gegnum árin um leið og við horfum björtum augum til framtíðar.

Friðbjörn Orri Ketilsson
Formaður stjórnar.

 
 
 
 

Svipmyndir úr sögu félagsins

Fyrstu vélar félagsins voru nokkuð frábrugðnar þeim sem nú tíðkast en reyndust þó vel og eru félagsmönnum góðar minningar um árdaga Geirfugls.

Geirfugl í snjalltækin

Vefur Geirfugls er notendavænn fyrir snjallsíma og hýsir einnig flugumsjónarkerfið.  Bættu Geirfugli í símann með einföldum hætti.


Flugmolar

Flugmennska er stöðugur lærdómur. Flugmolar birta vandað fræðsluefni reglulega.


Lífið í Geirfugli

Geirfuglar eru alltaf á flugi og birta oft myndir á Instagram svæði félagsins. Þú getur fundið okkur á Instagram undir geirfugl.is

 
 

 
 
Þegar þú hefur einu sinni prófað að fljúga munt þú alltaf ganga um með augun á himninum því þar hefur þú verið og munt því alltaf vilja fara þangað aftur.
— Leonardo Da Vinci
 
 

 
 
 

Ertu með spurningu?

Sendu okkur skeyti ef þú vilt koma í heimsókn, fara í flug eða ert að velta fyrir þér flugnámi. Við tökum öllum fyrirspurnum vel og reynum að svara þeim eins fljótt og mögulegt er.