Geirfugl

Snjalltæki

Leiðbeiningar um hvernig bæta eigi Geirfugl.is við í snjalltækjum.

 

Geirfugl í snjalltækin

Vefur Geirfugls er sérhannaður fyrir allar tegundir snjalltækja, hvort sem um ræðir síma eða spjaldtölvu. Best er að bæta Geirfugli við í tækjunum sínum svo að flugið sé aðeins einum smell frá þér öllum stundum.

 

 
ios.png
 

Apple iOS

Vinsamlegast fylgið eftirfarandi skrefum.

1. Opnið Safari vafrann og farið á geirfugl.is

2. Neðst á skjá birtist slá með aðgerðum. Veljið kassann með örinni.

 

3. Veljið "Add to Home Screen"

 

4. Upp kemur staðfestingargluggi. Veljið Add.

 

5. Geirfugl er nú á skjáborðinu í snjalltækinu.

 

Nú getur þú smellt á Geirfugl á iOS snjalltækinu þínu hvenær sem er.

 
 
android.png
 

Android

Vinsamlegast fylgið eftirfarandi skrefum.

1. Opnið vafra og farið á Geirfugl.is

2. Smellið á punktana þrjá í efra hægra horni vafrans.

3. Veljið "Add to Home Screen"

4. Þá er Geirfugl komin á skjáborð snjalltækisins.