Geirfugl

Citabria TF-FUN

TF-FUN

 
 

American Champion 7ECA Aurora

TF-FUN er stélhjólsvél félagsins og á sér langa sögu í klúbbnum. Vélin er vinsæl meðal stélhjólsflugmanna í Geirfugli.  Frábært útsýni, lipurð og skemmtun eru helstu eiginleikar hennar.  Enda eiga skráningarstafirnir einstaklega vel við hana.

Kröfur

Til að mega fljúga vélinni þarf flugmaður að ljúka stélhjólsþjálfun. Krafa er gerð um að flugmenn hafi lokið að lágmarki 100 flugtímum áður en þeir fljúga vélinni. Þeir sem þegar hafa tilskilinn tímafjölda og hafa lokið stélhjólsþjálfun utan Geirfugls þurfa að fá færni sína staðfesta hjá kennara í Geirfugli.