Geirfugl

Starfsemi

Stærsti flugklúbbur landsins

Geirfugl er stærsti flugklúbbur landsins þar sem 178 flugmenn eiga hver sinn hlut í einkahlutafélaginu Geirfugli.

Flughátíðir

Geirfuglar fara á flugvélum félagsins á margar hátíðir á hverju sumri. Helst má þar nefna Flughátíðina "Allt sem getur flogið" á Hellu og Flughátíðina í Múlakoti. Því til viðbótar er fjöldi smærri hátíða og viðburða á minni flugvöllum landsins, t.d. lendingarkeppnir eða flugrallý.

virk starfsemi

Geirfugl er grasrótarklúbbur þar sem mikill fjöldi félaga stundar flug eins og aðrir stunda hestamennsku eða golf. Þeir ferðast um landið, koma saman á hátíðum og eiga gott samfélag um flugið.

Góðir vinir

Það er gaman í Geirfugli. Á bónkvöldum koma félagsmenn saman og ræða um flug og skemmta sér ásamt því að þvo og bóna flugvélarnar. Flugklúbbar snúast ekki bara um flugvélar heldur líka vináttu.

rampur.jpg

traustur flugfloti

Flugfloti félagsins er valinn með þarfir félagsmanna í huga. Mikil þekking er á flughegðun hluthafa og eru vélar valdar af vandvirkni. Félagið byggir rekstur sinn á traustum flugvélum með áralanga rekstrarsögu til að tryggja sem mestan nýtingartíma og öryggi félagsmanna.

frábær aðstaða

Hreiðrið er aðstaða geirfugla. Þar er góð félagsaðstaða fyrir hluthafa, flugnema og gesti þeirra. Þægilegt er að undirbúa flug í tölvum, fara yfir kort á veggjum, kanna veður á stórum sjónvarpsskjá, hlusta á flugturn í talstöð, fá sér kaffi eða slaka á í þægilegum sófum.  Stundum er hent í vöfflur...

atli.jpg

mikið öryggi

Flugöryggi er einn af hornsteinum Geirfugls og eru reglulega haldin námskeið fyrir hluthafa um vetrarflug, stélhjólsflug auk annars. Þá eru viðhald og tæknileg umsýsla flugvéla í sérhönnuðu tölvukerfi og rekur félagið eigin viðhaldsstöð í Skýli 25. Flugöryggi er framar öllu öðru í ákvörðunum stjórnar og stjórnenda við rekstur flugflotans.

 

 
Það besta við Geirfugl að ég þarf bara að hugsa um að fljúga. Allt annað er í lagi og klárt þegar ég mæti.
— Geirfugl
 
 

Hlutafélag

Geirfugl er einkahlutafélag og starfar samkvæmt lögum um slík félög. Félagið hefur gefið út 178 hluti og er hámarkseign hvers hluthafa einn hlutur. Hluthafar eru því 178 talsins. Fimm manna stjórn fer með málefni félagsins á milli aðalfunda.

Hlutir í félaginu ganga kaupum og sölum. Stjórn þarf að samþykkja nýja hluthafa og er hver hluthafi bundinn af afnotareglum félagsins.

Verð hlutabréfa

Verð hlutabréfa í Geirfugli eru samningsatriði milli kaupanda og seljanda. Forkaupsréttur er á hverju hlutabréfi og getur stjórn kosið að nýta þann rétt fyrir hönd félagsins.

Verð bréfa er breytilegt og gefur framkvæmdastjóri upplýsingar um verð síðustu viðskipta.

Mánaðargjald

Hver hluthafi í Geirfugli þarf að greiða fast mánaðargjald til félagsins. Það gjald er notað til að mæta föstum kostnaði í rekstrinum svo sem tryggingum, launum starfsmanns, hita o.s.frv.

Fast gjald er ákveðið af stjórn.

 

 
 
Þettar kostar svipað og aðild að golfklúbbi. Það er ekki mikið fyrir aðgengi að fjölda flugvéla.
— Geirfugl