Geirfugl

Diamond TF-FGA

TF-FGA

 
 

Diamond DA20-C1 Eclipse

Geirfugl var fyrsti flugskóli landsins til að taka Diamond DA20-C1 í notkun við kennslu. Fyrsta vél þeirrar tegundar hérlendis fékk stafina TF-FGA þar sem FGA stóð fyrir Flugskólinn Geirfugl A og fengu svo aðrar Diamond vélar stafina FGB og FGC.

TF-FGA reyndist strax frábærlega í flugkennslu og varð vinsæl meðal flugmanna. Vélin er afar þægileg í flugi, vinnur vel, er stöðug og hefur góða eiginleika í hægflugi. Þá flýgur vélin á góðum hraða þegar á þarf að halda. Útsýnið er eins og það gerist best þar sem framrúðan nær allan hringinn utan um flugstjórnarklefann.

Það sem einkennir vélina er að henni er stýrt með pinna (stick) en ekki stýri (yoke) og skiptast flugmenn oft í hópa eftir því hvort þeir telji þægilegra.  Svifeiginleikar Diamond eru einnig framúrskarandi og það eykur öryggi vélarinnar.  Upphaflega er vélin hönnuð af Austurríska sviffluguframleiðandanum sem í dag heitir Diamond Aircraft Industries.

Kröfur

Engar kröfur eru um lágmarkstíma. Kennari hjá Geirfugli þarf að staðfesta færni þeirra sem vilja fljúga vélinni.