Geirfugl

Fróðleikur um flug

Flugmolar

Að skilja og nota EGT mæli

 

Hvernig og að stilla blönduna, lean-a, og hvernig virka EGT og CHT ?

Á flugvélum er svonefndur EGT mælir sem þýðir Exhaust gas temperature og mælir hitastig útblásturs úr hreyflinum.  Þegar hvert einasta eldsneytismólikúl og hvert einasta súrefnismólikúl geta tengst saman án þess að skilja nokkurt út undan næst hámarks hitaorka.  Þannig fer ekkert eldsneyti eða súrefni til spillis við brunann.  Á þessum punkti er EGT hitinn mestur eða á "peak of EGT" topppunktinum og þarna er mestur eldsneytissparnaður.

Þetta breytist að sjálfsögðu með hæð þegar loft þynnist.  Þess vegna er það góð regla að stilla blönduna í hvert skipti sem skipt er um flughæð. 

Í “Normal procedures” á DA20-C1 stendur þetta:

4.4.8  Climb

(a) Mixture...............................................................FULL RICH

NOTE (sem á við okkar vélar)

For aircraft without the altitude compensating fuel pump, at full throttle settings with power less than 75%, it is necessary to lean the engine with the mixture control. It should be noted that with the engine set to full throttle, it can produce less than 75% power, depending on pressure altitude.  Refer to the Section 5.3.2., “Performance” to determine the engine performance as a function of altitude and temperature. Expect engines without altitude compensating fuel pump to require leaning at full throttle above 5000 ft pressure altitude.

 

4.4.9 Cruise

(a) Fuel Pump ...............................OFF                      

(b) Throttle ..................................as required

(c) Mixture ...................................lean to 25º F rich of peak EGT.

  DO NOT lean by EGT above 75% power

Hins vegar er þetta ekki sú blanda sem gefur hámarks afl fyrir samsvarandi eldsneytisgjöf.  Hámarks afl næst við 100 til 125 °F "rich of peak" eða á ríkari hlið við topp á EGT.  EGT mælirinn í DA20-C1 er frá 250 – 1650°F.  

Ef toppurinn er t.d. í 1450°F, þá ætti að ýta blöndunni fram þannig að hann sýni ca. 1400-1425°F.  

IMG_3295.jpg

Hvers vegna fara EGT toppur og hámarks afl (best power) ekki saman ?  Svarið liggur í útþennslu loftsins við brunann.  Með blönduna aðeins ríkari en toppur á EGT, verður til afgangur af "brunalofti" (vegna ófullkomins bruna vegna umframeldsneytis).  Þetta loft (gases), líkt og kolsýringur, getur brunnið enn frekar og gefið af sér örlítið meiri hita, en er ekki eins þétt og tekur þess vegna meira pláss en fullbrunnin efni sem verða til við brunann eða upprunalega bensíngufan.  Þessar lofttegundir sem verða til við ófullkominn bruna gefa þannig af sér meira til að hreyfa stimplana í hreyflinum heldur en þær gerðu ef þær væru algjörlega brenndar til að ná meiri hita.  Hreyfing stimplana, en ekki hámarks hiti, er það sem gefur mest afl.  Þannig er hámarks afli (best power) náð örlítið á ríkari hlið EGT toppsins.  Ef þú vilt getur þú hugsað þetta á þann hátt að hámarks afl sé hámarks þrýstingspunkturinn, og að EGT toppurinn sé hámarks hitapunkturinn.

Það er ekki góð flugmennska að kenna þumalputtareglur fyrir stillingu á blöndu þegar mörgum vélum er flogið að staðaldri.  Engin flugvél er eins og þar af leiðandi eiga “þumalputtastillingar” ekki við í því tilfelli.  Þannig á ekki t.d. að segja nemendum að lean-a “...og setja svo bara á X-ið”.  Það á að stilla eftir mælunum og láta það ráða, ekki endilega hvar sköftin eru staðsett.

CHT stendur fyrir Cylinder Head Temperature, eða hiti á strokkhaus.  Sá hiti er það sem gildir sem hámark og lágmark fyrir hreyfil DA20-C1.  Þeir sem fljúga öðrum flugvélategundum ættu að kynna sér takmörk viðkomandi hreyfils.

Úr DA20-C1 Aircraft Flight Manual:

Cylinder head temperature

Maximum : 460°F (238°C)

Minimum : 240°F (115°C) takeoff

IMG_3296.jpg

Þýtt, stolið og endursagt og betrumbætt úr Aircraft Engine Operating Guide eftir Kas Thomas frá 1988. Kafli 8, Mixture Management. Bls. 135 –136. Gefin út af Belvoir Publications sem og úr AFM fyrir DA20-C1.

Matthias Arngrimsson 14. júní, 2019

 
Matthias ArngrimssonEGT, lean