Geirfugl

Fróðleikur um flug

Flugmolar

Að skilja og nota EGT mæli

 

Á flugvélum er svonefndur EGT mælir sem þýðir Exhaust gas temperature og mælir hitastig útblásturs úr mótornum. Þegar hvert einasta eldsneytismólikúl og hvert einasta súrefnismólikúl geta tengst saman án þess að skilja nokkurt út undan næst hámarks hitaorka. Þannig fer ekkert eldsneyti eða súrefni til spillis við brunann. Á þessum punkti er EGT hitinn mestur eða á "peak of EGT" punktinum og þarna er mestur eldsneytissparnaður.

Þetta breytist að sjálfsögðu með hæð þegar loft þynnist. Þess vegna er það góð regla að stilla blönduna í hvert skipti sem skipt er um flughæð. 

Hins vegar er þetta ekki sú blanda sem gefur hámarks afl fyrir samsvarandi eldsneytisgjöf. Hámarks afl næst við 100 til 125 °F "rich of peak" eða á ríkari hlið við topp á EGT. EGT mælirinn í BOR er frá 700 – 1700°F.  Ef toppurinn er í 1300°F, þá ætti að ýta blöndunni inn aftur þannig að hann sýni ca. 1175-1200. Hvers vegna fara EGT toppur og hámarks afl (best power) ekki saman ? Svarið liggur í útþennslu loftsins við brunann. Með blönduna aðeins ríkari en toppur á EGT, verður til afgangur af "brunalofti" (vegna ófullkomins bruna vegna umframeldsneytis). Þetta loft (gases), líkt og kolsýringur, getur brunnið enn frekar og gefið af sér örlítið meiri hita, en er ekki eins þétt og tekur þess vegna meira pláss en fullbrunnin efni sem verða til við brunann eða upprunaleg bensíngufan. Þessar lofttegundir sem verða til við ófullkominn bruna gefa þannig af sér meira til að hreyfa stimplana í hreyflinum heldur en þær gerðu ef þær væru algjörlega brenndar til að ná meiri hita. Hreyfing stimplana, en ekki hámarks hiti, er það sem gefur mest afl. Þannig er hámarks afli (best power) náð örlítið á ríkari hlið EGT toppsins. Ef þú vilt getur þú hugsað þetta á þann hátt að hámarks afl sé hámarks þrýstingspunkturinn, og að EGT toppurinn sé hámarks hitapunkturinn. O.K.?

Þýtt, stolið og endursagt úr Aircraft Engine Operating Guide eftir Kas Thomas frá 1988. Kafli 8, Mixture Management. Bls. 135 –136. Gefin út af Belvoir
Publications. Mjög góð bók.

 
Matthias ArngrimssonEGT, lean