Sóttvarnarflug
Verklag fyrir hluthafa á meðan sóttvörnum stendur
Stjórn hefur ákveðið að opna á flug hluthafa frá og með 6. apríl. Kennsluflug liggur áfram alfarið niðri. Er þessi ákvörðun tekin eftir vandlega athugun og viðeigandi ráðstafanir. Athugið að smithætta fylgir því að fara í flug umfram það að vera heima hjá sér. Hver flugmaður verður því að gera sitt allra besta til þess að lágmarka smithættu og fylgja reglum félagsins um sóttvarnir. Þeir sem eru með einhvers konar einkenni eða telja sig vera veika ættu alls ekki að koma í Geirfugl.
Sóttvarnarreglur
Undirbúningur flugs
Undirbúa skal flug heima við en ekki í aðstöðu Geirfugls.
Nota skal eigin tölvu eða snjalltæki.
Skrá skal flugplan rafrænt - ekki prenta og setja í bakka.
Nota skal eigin síma og hringja inn flugplan í síma 424-4142 (TWR)
Nauðsynleg skjöl hverrar vélar verða um borð í vélinni öllum stundum.
Mappa hverrar vélar verður ekki í notkun á meðan sóttvörnum stendur.
Smurolía verður á sér borði í skýli með spritti og klútum. Þvo skal olíubrúsa með spritti fyrir og eftir áfyllingu ef þarf. Þvo skal olíulok á mótorhlíf með spritti eftir áfyllingu.
Fyrirflugsskoðun skal framkvæma með hefðbundnum hætti en snerta vél aðeins þar sem nauðsyn krefur.
Hámarkslengd bókana verður 3 klukkustundir.
Forðist að hitta aðra flugmenn
Flugmenn eru beðnir að ljúka flugi og klára að spritta snertifleti á vél sinni og yfirgefa aðstöðu félagsins áður en næsta bókun hefst á eftir þeim.Ekki fljúga með vini og kunningja
Flugmenn eru beðnir að fara að tilmælum sóttvarnarlæknis og taka því aðeins með sér í flug fjölskyldumeðlimi eða sambýlisfólk sem er í sama sóttvarnarumhverfi og flugmaðurinn. Flug með vini og kunningja eru ekki heimil þar sem þau brjóta tveggja metra regluna.Ekki fljúga ef sóttkví eða einangrun stendur yfir
Þeir einstaklignar sem eru nú eða ættu að vera í sóttkví eða einangrun mega ekki fljúga í vélum félagsins eða koma í aðstöðu þess þar sem það er brot á sóttvarnarlögum. Þá eru þeir sem telja sig finna einkenni veikinda beðnir um að fljúga ekki í takt við relgur um góða flugmennsku.Ekki fá lánuð heyrnartól
Flugmenn skulu koma með eigin heyrnartól fyrir sig og farþega sína. Engin heyrnartól verða lánuð í Geirfugli vegna smithættu.Spritta hendur við tilfærslu flugvéla
Flugmenn skulu spritta á sér hendur áður en flugvélar eru færðar til og/eða nota hanska. Snertifletir í skýlum verða sprittaðir reglulega.Spritta alla snertifleti um borð fyrir og eftir flug
Flugmenn skulu hreinsa með spritti snertifleti í flugvélum svo sem stýri, inngjafarskaft, blönduskaft, rofa, gátlista sem og haldföng á hurðum og sætiskanta. Hreinsa skal vélar fyrir og eftir flug og er á ábyrgð flugmanns. Þá skal spritthreinsa lykla að vélum eftir hvert flug áður en þeim er skilað. Gæta skal sérstaklega að því að skilja ekkert eftir í vélunum.Spritta hendur fyrir og eftir bensíndælingu
Gæta skal sérstakrar varúðar við bensíndælu þar sem margir einstaklingar snerta dæluna. Mælt er með sprittun handa fyrir og eftir dælingu og/eða notkun hanska.
Aðrar ráðstafanir
Spritta skal hendur sem oftast á meðan heimsókn stendur.
Tveggja metra reglan gildir öllum stundum.
Hurð inn í skýli verður alltaf opin svo forða megi snertingu við hurðahún.
Kennsluflug eru ekki heimil.
Eldhús verður lokað.
Flugmenn skulu koma rétt fyrir bókaðan tíma og fara sem fyrst að flugi loknu.
Þeir sem eiga ekki erindi í flug eru beðnir um að koma ekki í aðstöðu félagsins.
Takmarkaður fjöldi véla
Aðeins verður hægt að bóka fjórar vélar: FGA, FGC, SPY og ISE. Aðrar vélar fara ekki í loftið. Þetta er gert til þess að draga úr tryggingakostnaði á meðan tekjuöflun félagsins er í lágmarki vegna sóttvarna.
Lög og reglur
Geirfugl byggir ofangreindar reglur á ákvæðum sóttvarnarlaga, auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubann og fyrirmælum ríkissaksóknara um framkvæmd og sektir.