Geirfugl

Yfirlit flugvéla

 

Flugvélar

rampur.jpg
 

DIAMOND DA20-C1 Eclipse

Diamond vélarnar eru vinsælustu kennsluvélar Geirfugls. Við erum með þrjár slíkar vélar sem eru í loftinu alla daga árið um kring en við vorum fyrsti flugskólinn til að taka Diamond DA20-C1 Eclipse í notkun hér á landi. Diamond er ein vinsælasta kennsluvél heims og notar bandaríski flugherinn vélina í grunnþjálfun flugmanna. Diamond er lágþekja sem flogið er með stýripinna og fá nemendur því góða þjálfun í nákvæmnisflugi á Diamond. Ef þú lærir að fljúga hjá Geirfugli munt þú að öllum líkindum fara í þitt fyrsta flug á Diamond.

 

 

CESSNA SKYHAWK 172N

Cessna Skyhawk er mest framleidda flugvél í heimi og er það ekki skrítið. Skyhawk er einstaklega þægileg fjögurra sæta flugvél með gott flugþol, góða flugeiginleika og er hörð af sér á grófari brautum.

Það er varla til sá flugmaður í veröldinni sem ekki hefur flogið Cessna Skyhawk og styttist í að þú komist í þeirra hóp. Við hvetjum nemendur til að taka nokkra tíma á Skyhawk og þjálfa sig í því að fljúga háþekjum.

Við erum með tvær Cessna Skyhawk í flotanum sem bíða eftir þér í skýlinu.

 

 
 

 

American Champion 7ECA Aurora (Citabria)

"FUNið" er einstaklega skemmtileg flugvél.  Hún situr á litlu hjóli að aftan sem notað er til að stýra vélinni á jörðu niðri og kallast hún þess vegna stélhjólsvél.  Hinar vélar Geirfugls kallast nefhjólsvélar þar sem þær nota hjól undir nefinu til að stýra á jörðu niðri.  FUN er eina vél félagsins þar sem flugmaður og farþegi (eða kennari) sitja í það sem kallast "tandem" eða röð.  Aðrar vélar félagsins eru með sætin hlið við hlið, annað hvort tveggja sæta eða fjögurra sæta.  FUN er lipur og létt, með frábært útsýni til allra átta og ein ódýrasta vélin í félaginu fyrir hluthafa að fljúga.  Almennt er meðhöndlun stélhjólsvéla meira krefjandi við ákveðnar aðstæður og ef flugmenn vilja bæta við færnina þá er FUNið kjörin til þess.