Bóklegt nám

 

Bóklegt nám

 
 
Bekkur.jpg

Staðnám

Venjulega kennt tvisvar á ári, að hausti í september-október, og að vori janúar-febrúar. Skráning á heimasíðu undir “Næstu námskeið”.

Kennt í kennslustofu félagsins Fluggörðum 25, Reykjavíkurflugvelli.

Tekur 104 klst og kennt á virkum kvöldum frá 18:00-21:00, 7-8 vikur.

Bóklegir kennarar eru bæði flugkennarar í verklegri kennslu og reyndir flugmenn hjá flugfélögum á Íslandi.

Fögin eru: Flugveðurfræði, Mannleg geta og takmörk hennar, Flugleiðsaga, Fjarskipti, Afkastageta og áætlanagerð, Lög og reglur um loftferðir, Flugeðlisfræði, Verklagsreglur í flugi og Almenn þekking á loftförum.

Lokapróf eru haldin í heild eftir að námskeiðinu lýkur.  Einnig er gefinn kostur á sjúkraprófum.

Metið til eininga í framhaldsskólum.

Mælt er með því að nemendur hafi flogið eitthvað verklegt áður, en þó ekki skilyrði, og sömuleiðis mælt með að fljúga samhliða bóklega náminu til að auka skilning og þekkingu.

Fjarnám

Nemandinn getur hafið námið þegar honum hentar.  Skráning á heimasíðu undir “Næstu námskeið”.

Kennt gegnum Talent LMS fjarnámskerfi og allt á íslensku.  Fjarnám krefst sjálfsaga og samviskusemi.

Lotur eru tvær, kenndar í kennslustofu Geirfugls í Fluggörðum 25, Reykjavíkurflugvelli.

Miðað er við að neminn stundi námið þannig að hann eyði 3 klst. daglega í fjarnámskerfinu til að ljúka öllum fögum og prófum á sem stystum tíma.  Hins vegar stjórnar nemandinn hraða námsins sjálfur og má vera lengur ef það hentar honum betur.  Nemendur hafa allan tímann aðgang að kennurum félagsins til aðstoðar.

Fögin eru: Flugveðurfræði, Mannleg geta og takmörk hennar, Flugleiðsaga, Fjarskipti, Afkastageta og áætlanagerð, Lög og reglur um loftferðir, Flugeðlisfræði, Verklagsreglur í flugi og Almenn þekking á loftförum.

Kaflapróf þarf að standast til að mega halda áfram í næstu kafla. 

Verkefni og æfingar samhliða náminu til að auka skilning og efla þekkingu.

Lokapróf í helmingi faganna eru haldin eftir hverja lotu, en þær eru tvær.  Einnig er gefinn kostur á sjúkraprófum.

Metið til eininga í framhaldsskólum.

Mælt er með því að nemendur stundi verklegt nám samhliða eftir bestu getu.

 

Algengar spurningar


+ Hvað má ég vera ungur til að læra flug?

Fyrstu réttindi á flugvél sem hægt er að fá eru einkaflugmannspróf, og þar er aldurstakmarkið 17 ár. Miðað við það er hægt að byrja flugnám 16 ára og neminn má fara sitt fyrsta einflug (solo) 16 ára. Við mælum ekki með að byrja fyrr, en þó er hægt að byrja að læra svifflug 14 ára hjá Svifflugfélagi Íslands á Sandskeiði.

+ Hvenær fæ ég einflugsleyfið (soloprófið)?

Samkvæmt reglugerð er lágmarksflugtími fyrir fyrsta einflugið 12 klst. Það er algengt að það taki eitthvað fleiri tíma og algengast að nemendur séu að ná því kringum 20 klst.

+ Má ég nota gleraugu sem flugmaður?

Já, og líka linsur. Hver einasti flugnemi þarf að fara í heilbrigðisskoðun og standast hana. Þar eru tveir flokkar, 2. flokkur sem er nægilega ítarleg skoðun til að mega fá einkaflugmannsréttindi, og svo 1. flokkur sem er viðameiri skoðun og hún er til að uppfylla skilyrði til að verða atvinnuflugmaður. Þeir sem ætla sér að verða atvinnuflugmenn ættu strax að fara í 1. flokks skoðun til að sjá hvort eitthvað heilbrigðisttengt geti komið í veg fyrir að þeir verði atvinnuflugmenn.

+ Hvað eru mörg fög í einkaflugmannsnáminu og hvað er það langt?

Alls eru þetta níu fög. Flugveðurfræði, Mannleg geta og takmörk hennar, Flugleiðsaga, Fjarskipti, Afkastageta og áætlanagerð, Lög og reglur um loftferðir, Flugeðlisfræði, Verklagsreglur í flugi og Almenn þekking á loftförum. Fögin er hægt að fá metin til eininga í framhaldsskólum, bæði í heild og einstök fög. Námið tekur um 100 klst. og er kennt á virkum kvöldum frá 18:00-21:00 í staðnámi um einn og hálfan mánuð, eða á netinu í fjarnámi þar sem neminn ræður sjálfur hraðanum.

+ Verð ég að ljúka bóklega hluta námsins áður en ég byrja á verklega hlutanum?

Nei alls ekki, og við hvetjum frekar nemendur til að byrja á verklega til að átta sig á hvort neminn sé ákveðinn í að halda áfram. Neminn tengir svo líka betur við bóklega námsefnið þegar hann byrjar á bóklega námskeiðinu í staðnámi, eða byrjar á fjarnáminu. Það er mikilvægt að samtvinna verklega og bóklegu hlutana svo skilningur á náminu verði góður og námið auðveldara.

+ Eru tímamörk á því hvað ég má vera lengi að ljúka bóklega einkaflugmannsnáminu?

Já. Að loknu bóklegu námi og prófum hjá flugskóla þarf nemandi líka að standast bókleg einkaflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Útskrift úr skólaprófi hjá flugskóla gildir í 12 mánuði í hverju fagi og þarf nemandi að hefja próf Samgöngustofu í því fagi innan þess tíma. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Próftaki fær að hámarki fjórar tilraunir í hverju fagi. Útskrift úr bóklegum einkaflugmannsprófum gildir í 24 mánuði til að ljúka verklegu einkaflugmannsnámi. Þeir sem fullnægja ekki einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu. Það er krafa að ljúka öllum bóklegum prófum áður en neminn fær að fara í verklega lokaprófið.

+ Eru tímamörk á því hvað ég má vera lengi að ljúka verklega náminu?

Verklegt einkaflugmannsnámskeið á flugvél tekur minnst 45 klst., þar af 25 með kennara og 10 einflugstímum (solo). Að loknu verklegu námi þarf að standast verklegt færnipróf með prófdómara. Bóklegum prófum þarf alltaf að vera lokið áður en leyfilegt er að fara í verklega prófið. Áður en flugnemi fer í sitt fyrsta einflug þarf hann að hafa náð 16 ára aldri og vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs. Lágmarksaldur fyrir útgáfu einkaflugmannsskírteinis er 17 ár.

+ Má ég vera litblindur?

Stutta svarið er já, en hins vegar veltur það á hversu mikil litblindan er, og hvernig flug þú ætlar að stunda. Best er að hafa samband við fluglækni og óska eftir mati á litblindunni til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

+ Má ég taka greiðslu fyrir að fljúga sem einkaflugmaður?

Nei, það er ekki heimilt og slík starfsemi er leyfisskyld, auk þess sem þú þarft að vera með atvinnuflugmannsskírteini til að mega flytja farþega gegn greiðslu og starfa fyrir flugrekanda eða flugfélag. Hins vegar er einkaflugmanni heimilt að deila kostnaði við flugið með farþegum sem hann flýgur með, eins og t.d. eldsneytiskostnaði, enda fellur einn hluti kostnaðarins á hann sjálfan.

+ Má ég fljúga milli landa sem einkaflugmaður?

Já, en slík flug eru háð hæðartakmörkunum fyrir sjónflug sem nýútskrifaðir einkaflugmenn mega eingöngu fljúga. Þá væri ef til vill betra að vera líka með blindflugsréttindi, en nær allir atvinnuflugmenn ná sér í slík réttindi. Einkaflugmenn geta náð sé í blindflugsréttindi og þá skiptir líka máli hvort flugvélin sem þú ætlar að fljúga sé útbúin fyrir bindflug eða ekki. Til að fá blindflugsréttindi þarf að ljúka bóklegum atvinnuflugprófum og fljúga um 55 klst með flugkennara í flugvél sem útbúin er til blindflugs.