Fróðleikur um flug

Flugmolar

Nokkrir punktar um vetrarflug

 

Vetrarflug er vinsælt meðal flugmanna þar sem fallegir dagar að vetri fela oftast í sér logn, gott skyggni, engin ský og þykkt og kalt loft sem hefur mjög jákvæð áhrif á afköst flugvéla. Að vetrarlagi er gott að hafa þessa punkta í huga.

  1. Hreinir vængir og stélfletir eru nauðsynlegir svo öryggi flugsins sé tryggt.
  2. Blautur vængur er vafasamur ef hitastig er fyrir neðan frostmark.
  3. Ekki eyða af rafgeymi vélarinnar áður en gamgsetning er framkvæmd.
  4. Hitið hreyfilinn fyrir gangsetningu.
  5. Með því að snúa hreyflinum nokkra hringi fyrir gangsetningu, auðveldar gangsetningu þar sem olían fer af stað.
  6. Enn mikilvægara en áður er að tæma vatn úr eldsneytiskerfi vélarinnar.
  7. Meiri forgjöf þarf en venjulega en varist að "flæða" vélina.
  8. Skoðið "engine fire during start" gátlistann, í handbók vélarinnar.
  9. Munið að kæla startara milli gangsetningartilrauna. Ekki snúa lengur en 30 sek.
  10. Skoðið hitunaraðferð (eftir gangsetningu) í handbók vélarinnar.
  11. Olíuþrýstingur kemur líklega seinna upp en venjulega.
  12. Bremsur geta frosið, svo það ef það er óhætt, þá á ekki að setja vél í handbremsu. Frekar að setja kubba fyrir hjólin.
  13. Fljúgið aðeins með hreint CO2 spjald.
  14. Skoðið handbók vélarinnar hvað varðar ísingu. Sú staða getur óvart komið upp.
  15. Skiptiskrúfur geta fests í þeirri stöðu sem þær eru í, svo viturlegt er að breyta skurðinum á nokkurra mínútna fresti til að liðka.