Atvinnuflug

Upphaf atvinnuflugs

 

Fyrsta skrefið í átt að því að verða atvinnuflugmaður er að ljúka einkaflugmannsprófi. Við höfum útskrifað hundruðir nemenda sem margir hafa haldið áfram í atvinnuflugið með trausta og vandaða grunnþekkingu í flugi úr einkaflugmannsnáminu.

Matthías Arngrímsson og Matthías Sveinbjörnsson eru Geirfuglar í húð og hár og hafa um árabil starfað hjá Icelandair. Þá hafa þeir báðir lært og kennt hjá Geirfugli. Hér eru þeir nýlentir í Stokkhólmi á Boeing 757.

Okkar nemendur hafa starfað sem atvinnuflugmenn hjá öllum íslensku flugfélögunum ásamt mörgum erlendum félögum af öllum stærðum og gerðum. Næst þegar þú ferð í flug með Icelandair, WOW, Flugfélagi Íslands, Erni eða öðrum er allt eins víst að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi byrjað í Geirfugli.

Góður grunnur endist ævina. Vandaðu því valið og veldu Geirfugl.

 

Darri Atlason

Darri tók sín fyrstu skref í flugi hjá Geirfugli þar sem hann lærði til einkaflugmanns. Síðan þá hefur hann farið út í atvinnuflugið og hefur kennt hjá Geirfugli í fjölda ára. Samhliða kennslunni var hann þjálfunarflugstjóri hjá Flugfélaginu Erni og er nú flugmaður á Boeing 757 hjá Icelandair.

Jóhann Atli Hafliðason

Jóhann Atli lærði til einkaflugs hjá Geirfugli á sínum tíma og hefur kennt hjá félaginu í mörg ár bæði verklegt og bóklegt nám. Hann starfar einnig sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands á Bombardier Dash 8 vélum félagsins.

Róbert Sindri Skúlason

Róbert Sindri lærði flug fyrst hjá Geirfugli og lauk flugnámi á mettíma. Hann lauk svo atvinnuflugmannsnámi og kennararéttindum og hefur kennt hjá Geirfugli síðustu árin. Róbert Sindri er einnig flugmaður hjá Icelandair á Boeing 757.

 

 
Hjá Geirfugli lærði ég mikið af grasrótinni sem var ekki í námsbókunum sem gerði mig að betri flugmanni.
— Geirfugl
 

Ertu tilbúin(n) að byrja?

Taktu fyrsta skrefið í átt að atvinnufluginu og skráðu þig í einkaflugnám hjá Geirfugli.