Aðstaða

 

Aðstaða

Hreiðrið

Aðstaða félagsins er af bestu gerð og er í huga margra miðpunktur almannaflugs á Íslandi. Við köllum aðstöðuna okkar Hreiðrið með vísun i hreiður unga sem eru að undirbúa flug. Í Hreiðrinu er alltaf heitt á könnunni, einhver að koma eða fara í flug og einhver með betri flugsögu en sá næsti.

Allir eru velkomnir í Hreiðrið og er kjörið að taka sín fyrstu skref inn í flugið með því að kíkja í kaffi og hitta framkvæmdastjóra félagsins. 

Tæknilegt umhverfi

Félagsmenn og nemar hafa aðgang að þremur tölvum til að undirbúa flug, reikna hleðslu og afköst flugvéla, leggja inn flugáætlanir, kanna veður og sinna öðru sem til þarf við undirbúning flugs. Öll flug eru skráð rafrænt og heldur félagið vandaða skrá um notkun véla, flugtíma félagsmanna og annað.

Flugtímar eru innheimtir í samræmi við rafræna skráningu svo nákvæmni í uppgjörum er mikil.  Félagar og nemar geta skoðað sín flug í flugumsjónarkerfi félagsins.

 

 

 

Flugskýlin

Geirfugl rekur tvö flugskýli í Fluggörðum við Reykjavíkurflugvöll fyrir flugflotann. Skýli 25 er í eigu félagsins en því til viðbótar leigir félagið skýli Flugsögufélagsins.  Skýlin standa hlið við hlið eru nauðsynlegur hluti þess að eiga og reka flugvélar.

Til hátíðabrigða er slegið upp skýlisballi í skýli 25.

Viðhaldsstöð

Geirfugl rekur viðhaldsstöð og varahlutalager í Skýli 25 fyrir vélar félagsins. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í félaginu, faglega vinnu við vélar og nákvæmni í allri skráningu og utanumhaldi. Til að ná þeim markmiðum notar félagið rafrænar viðhaldsáætlanir.

Geirfugl skiptir einnig við erlend verkstæði þegar kemur að allsherjarviðhaldi (overhaul) hreyfla og á þar að baki áratuga samstarf við trausta aðila.


Staðsetning