Geirfugl

Cessna TF-ISE

TF-ISE

 
 

Cessna Skyhawk C-172N

TF-ISE er nýjasta Cessna Skyhawk vél félagsins. Hún er í senn sú yngsta og sú vél sem nýlega var tekin í gegn hjá félaginu. Skipt var um hreyfil, innréttingar, teppi, mælaborð og rúður og var vélin máluð í litum Geirfugls.

Vélin er með180 hestafla hreyfil sem gefur henni meira afl umfram hefðbundnar C172 vélar sem flestar eru 150 eða 160 hestöfl.  Auk þess var hámarksþyngd vélarinnar hækkuð svo burðargetan er einnig meiri en áður.

TF-ISE hefur lengi verið ein vinsælasta flugvél Geirfugls og hafa vinsældirnar aukist heldur eftir endlitslyftinguna.

Kröfur

Ekki eru gerðar kröfur um lágmarkstímafjölda. Kennari hjá Geirfugli þarf að staðfesta færni þeirra sem vilja fljúga vélinni.