Geirfugl

Tecnam TF-TEN

TF-TEN

 
 

Tecnam P2010

TF-TEN er nýjasta flugvél Geirfugls sem keypt var ný frá verksmiðju árið 2016. Vélin kom í stað eldri flugvéla af gerðinni Socata sem félagið hafði rekið um árabil. 

Vélin er þekkt fyrir þægindi og mikið pláss en afar vel fer um fjóra fullorðna um borð í vélinni. Afturhurð gerir aðgengi þægilegt auk þess sem fótapláss er á við það sem gerist á betri farrýmum farþegavéla.

Tæki vélarinnar eru af nýjustu gerð þar sem siglingatæki, kort, vélarmælar o.fl. eru tölvuskjáir en ekki skífurmælir af eldri gerðinni. Þessi búnaður eykur mjög staðsetningarvitund flugmanna og einfaldar allar aðgerðir á meðan fluginu stendur.

Grunnupplýsingar

Sætafjöldi: 4 (1 flugmaður + 3 farþegar)
Lengd: 7.54 m
Vænghaf: 10.50 m
Hæð: 2.64 m
Vængflatarmál: 14.60 m2
Vænglag: NACA 63A
Tómaþyngd: 710 kg (1,565 lb)
Hámarksflugtaksþyngd: 1,160 kg (2,557 lb)
Eldsneytistankar: 240 L (63.4 US gal) alls í tveimur vængtönkum                 231 L (61 US gal) nothæft
Hreyfill: 1 × Lycoming IO-360-MIA, loftkældur, 4 cylindrar, 130 kW (180 hp)
Loftskrúfa: 2-blaða skrúfa með föstum skurði
Eldsneyti: Flugvélabensín og bílabensín

Hreyfill

Lycoming IO-360-M1A Engine 180 HP @ 2700 RPM
Bein innspýting (Fuel Injection System)
Vélarfestingar: Tubular Steel Engine Mount / Dynafocal Rear Mount
Vélardrifið sogkerfi (Engine Driven Vacuum Pump)
Viðbótarloftinntak (Alternate Engine Air)
Olíukæling (Oil Cooler)
Shock Mounted Cowling
Eldsneytisstýring (Throttle Control)
Blöndustýring (Mixture Control)
Tvöfalt kveikjukerfi (Dual Ignition System, Shielded Magneto Engine) Hljóðkútur á pústi (Exhaust Muffler)
Tveggja blaða MT loftskrúfa með föstum skurði (Fixed Pitch 2 Blade MT Propeller)
Spunakeila framan á loftskrúfu (Propeller Spinner)
Rafmagnsræsir (Electric Starter)

Eldsneytiskerfi

Tveir eldsneytistankar 120+120 ltr, 240 ltr alls
Vélarknúin eldsneytisdæla
Rafknúin viðbótareldsneytisdæla
Niðurfall á hvorum tanki (quick drain)
Handstýrt tankaval, left/right/off

Tækjabúnaður

Garmin 500 VFR/IFR
GMA 340 Audio Panel
GTN 650 COM/NAV/GPS
GTX345R Mode S Transponder (ADS-B OUT)
Altitude Encoder
Sérstakur straumrofi fyrir flugtæki
Hljóðnema- og heyrnatólatengi hjá flugstjóra, flugmanni og farþegum
Raftafla fyrir flugtæki
Talstöðvarrofar hjá flugstjóra og flugmanni
ELT 406 neyðarsendir

Blindflugsbúnaður

GNC 255A Com/Nav
DME – King KN63 með KD572 Indicator
Hiti á Pitot kerfi
Viðbótar loftþrýstingsinntak
Pitot túða upphituð
Kortaljós
Neyðarljós
Mælaborðsljós
Ljós í lofti hjá flugstjóra og flugmanni
Ljós í lofti hjá báðum farþegum
Dimmer á ljósum inni í flugvél
Innri lýsing í flugtækjum
Innri lýsing í áttavita

Mótormælar

Stafrænt vélarumsýslukerfi er í vélinni sem sýnir allar mælingar á skjá.

JPI EMS 4 Cyl. hreyfilumsjónarkerfi
Tachomælir
Soggreinaþrýstingur (manifold pressure)
Olíuþrýstingsmælir (Oil pressure)
Olíuhitamælir (oil temperature)
Eldsneytisþrýstingsmælir (fuel pressure)
Eldsneytisrennslismælir (fuel flow)
Eldsneytismagnsmælir í báðum tönkum
Pústhitamælir (EGT)
Stimpilhitamælir (CHT)
Amperamælir (ammeter)
Voltmælir (voltmeter)
Viðvörunarljósaborð (annunciator panel)

Stýri og stjórntæki

Vökvafótbremsur
Handbremsa
Rafstýrðir flapar
Tvö stýri
Sjálfstýrandi nefhjól (castering)
Hallastýralás
Fínstillir fyrir hæðarstýri (elevator trim)
Fínstillir fyrir hliðarstýri (rudder trim)
Bensíngjöf (throttle control)
Blöndustýring (mixture control)
Viðbótar loftinntak (alternate air)
Bensíntankastýring (L/R/OFF fuel tank selector)

Rafkerfi

Rafall, 28 volt, 60 amper (alternator)
Rafhlaða, 24 volt
Aðalrofi (master switch)
Eldsneytisdælurofi (fuel pump)
Lendingarljósarofi (landing lights)
Akstursljósarofi (taxi lights)
Siglingarljósarofi (nav lights)
Blikkljósarofi (strobe lights)
Tengi fyrir utanaðkomandi rafmagn (EPU connector)
Rafrásatafla með öryggjum (circuit braker panel)
Stöðurafmagnsstengur (static discharge wicks)

Loftnet

Marker Beacon Antenna
Transponder Antenna
VHF Antenna
NAV Antenna
Emergency Locator Transmitter Antenna

Innra byrði og aðbúnaður

Öll sæti úr leðri með hæðarstilli, hallastilli og færanleg fram/aftur.
Sætisbelti í öllum sætum, þriggja punkta
Teppi á öllum gólfleti í farþegarými og farangurshólfi
Slökkvitæki
Hljóðeinangrun í veggjum
Kortavasar
Glasahaldarar
Farangursgeymsla
Hátalari fyrir innra samskiptakerfi
Skyndihjálparkassi
Miðstöð sem hitar
Framrúðuhitari
Fjórar lofttúður, ein við hvert sæti

Ytra byrði og aðbúnaður

Framhurðir fyrir flugstjóra og flugmann
Afturhurð fyrir farþega
Farangurshurð á farangurshólfi
Allar hurðar læsanlegar

Afturrúður á hlið aftan við farþega
Hliðarrúður allar skyggðar

Ryðfrí Expoxy klæðning á skrokki
Hvít Polyurethane málning

Lendingarbúnaður fastur (alltaf úti)
Festingar til niðurbindinga

Aðalhjól, 6.00 X 6
Nefhjól, 5.00 X 5

Annar búnaður

Dráttarbeisli (towbar)
Koltvíoxíðskynjari

Afköst

Hámarkshraði: 134 kts (248 km/klst)
Ofrishraði með lendingarflapa: 52 kts (96 km/klst)
Hámarksflughæð: 12.000 fet (3,6 km)
Flugtaksbrun: 1.365 ft (416m)
Flugtaksvegalengd: 2.054 ft (626m)
Lendingarbrun: 778 ft (237m)
Lendingarvegalengd: 1.709 ft (521m)
Klifurhraði: 784 ft/mín (4 m/sek)
Flugþol: 591 nm (1.094 km)

Handbók

Handbók Tecnam P2010 - pdf útgáfa
Handbók JP EDM 930 mótormælar

Sérstakar reglur

Ekki má lenda á malarbrautum.

Kröfur

Flugmenn þurfa að hafa lokið að lágmarki 100 flugtímum.
Kennari hjá Geirfugli þarf að staðfesta færni þeirra sem ætla að fljúga vélinni.


Kynningarmyndbönd

Kynningarmyndband um EDM 930 vélarmælana. Í myndbandinu er mótor með túrbínu en annars er allt eins og í TF-TEN.

Kynningarmyndband um Garmin G500 Primary Flight Display (PFD) en sama tæki er í TF-TEN.

 

Afstöðumyndir

Mælaborð TF-TEN

Stærð og lögun