Geirfugl

Stélhjólsréttindi

Stélhjólsflug

Stélhjólsflugvélar hafa heillað flugmenn frá árdögum flugsins. Nú er þitt tækifæri til að fljúga stélhjólsvélum!

Draumur verður að veruleika

Að fljúga stélhjólsvél er afar skemmtilegt og eitthvað sem flesta flugmenn dreymir um að gera. Það er erfiðara að fljúga stélhjólsvélum svo að flugið reynir á flugmenn á nýjan hátt.

Margar tegundir véla eru nær eingöngu stélhjólsvélar.

  • Stuttbrautarvélar (STOL)
  • Listflugvélar
  • Flestar gamlar vélar

Góð reynsla

Geirfugl hefur lengi kennt til stélhjólsréttinda og leggur mikinn metnað í réttindin. Við höfum notað stélhjólsvélina okkar, TF-FUN, til allrar kennslu og hefur vélin verið vinsæl í gegnum árin hjá stélhjólsflugmönnum í félaginu.

Kennarar okkar hafa áralanga reynslu af stélhjólsflugi í óbyggðum, í listflugi og í öllu almennu flugi á slíkum vélum.

Þú ert á réttum stað hjá Geirfugli í stélhjólsþjálfun.

Kröfur

Við gerum þá kröfu að flugmenn hafi lokið 100 flugtímum að lágmarki til þess að geta hafið stélhjólsþjálfun. Það er gert til þess að tryggja að flugmaðurinn hafi góða reynslu og tök á nefhjólsvélum og geti einbeitt sér að stélhjólshlutanum þegar að honum kemur.

 

 
 
 

Skipulag náms

Aðalmarkmið stélhjólsréttinda er að nemandi nái góðum og öruggum tökum á öllum þáttum flugs á stélhjólsvél. Hefðbundin nálgun á stélhjólsréttindi er sem hér segir:

Lota 1
Fyrsti kennslutíminn fer í að kynna flugvélina, eiginleika hennar og helstu takmarkanir. Markmið er að nemandinn fái tilfinningu fyrir að aka flugvélinni og að stjórna henni á flugi. Byrjað er á að aka um flugvallarsvæðið til að nemandinn ná tökum á að aka stélhjólsvél og síðan er farið í stutt flug. Leitast skal við að fara í fyrsta flug í litlum vindi.

Lota 2
Hér er stefnt að því að nemandinn nái góðum tökum á þriggja punkta flugtökum og lendingum í litlum vindi. Notast skal við gras- eða malarflugbraut ef þess er kostur. Leitast skal við að hafa allar lendingar til fullrar stöðvunar.

Lota 3
Hér er stefnt að því að æfa þriggja punkta flugtök og lendingar ásamt þriggja punkta hliðarvinds flugtök og lendingar. Einnig eru kynntar hjólalendingar fyrir nemandanum í þessum tíma. Leitast skal við að hafa allar lendingar til fullrar stöðvunar.

Lota 4
Hér er markmið að stunda þriggja punkta flugtök og lendingar í hliðarvindi og skulu hjólalendingar æfðar. Kynnt er fyrir nemandanum stuttbrautar og mjúkbrautar flugtök og lendingar.

Lota 5
Hér er kannað hvort nemandinn sé hæfur til þess að stjórna flugvél með stélhjóli við allar aðstæður að fullu öryggi og að hann uppfylli færnikröfur Flugfélagsins Gerifugls. Standist það hefur nemandinn áunnið sér stélhjólsréttindi.

Verð

Verð fyrir flugvél og kennara fer eftir verðskrá hverju sinni. Gera má ráð fyrir 5 tímum að lágmarki.

 

 

Ertu klár í stélhjólsréttindin?

Smelltu þá á hnappinn hér að neðan - það er ekki eftir neinu að bíða!