Starfsemi

Traustur flugskóli

Við höfum kennt flug frá árinu 1999 eða í 17 ár. Á þeim tíma höfum við byggt upp mikla þekkingu, færni og reynslu í því að búa til góða, vandaða og örugga flugmenn. Hundruðir flugmanna sem starfa nú hjá flugfélögum um allan heim hófu sinn flugferil í Geirfugli.

Frábær aðstaða

Við kennum bóklegt og verklegt í aðstöðu félagsins á Reykjavíkurvelli þar sem þú kemst í beina snertingu við grasrót flugsins.

Réttar flugvélar

Við kennum á vinsælustu kennsluvélar heims auk annarra véla svo þú færð breiða flugreynslu með því að læra hjá Geirfugli

Góðir kennarar

Kennararnir okkar hafa samtals fleiri þúsund tíma reynslu í því að kenna flug. Þú veist því að þú færð góða kennslu hjá okkur.

 

 

Besti staður til flugkennslu

Alþjóðlegur flugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur er alþjóðaflugvöllur sem starfar eftir sömu reglum og flugvellir um allan heim. Nemendur kynnast vönduðum vinnubrögðum í stjórnuðu loftrými, kynnast alþjóðlegum vinnubrögðum í samskiptum flugmanna og flugumferðarstjóra og komast í návígi við erlendar flugvélar.

Stutt að fara

Geirfugl er staðsettur á flugvallarsvæðinu sem er rétt við miðborg Reykjavíkur. Það er því mjög stutt fyrir þig að koma til okkar og fara í næsta flug. Þetta skiptir miklu máli því veður spilar ætið stóran þátt í flugnámi og gott að vera stutt frá vellinum.

Stuttur akstur flugvéla

Akstur frá Geirfugli upp á næstu flugbraut tekur 2 mínútur. Á stærri völlum getur þessi akstur verið 10-20 mínútur. Hjá okkur nýtist meira af tímanum í loftinu. Þá eru bensíndælur við aðstöðu félagsins á leið upp á flugbraut. Betra gæti það ekki verið.