Geirfugl
DIAMONDnight.png

Nætursjónflug

Nætursjónflug

Að fljúga í myrkri er vinsælt á norðurslóðum þar sem dagarnir eru stuttir yfir vetrarmánuðina. Bættu við þig næturréttindum!

Fimm góðar ástæður

Það væri hægt að nefna ansi margar ástæður fyrir því að taka nætursjónflugsréttindi en hér koma fimm góðar:

  1. Þú getur flogið mun oftar.
  2. Það er ógleymanlegt að sjá borgina úr lofti í myrkri og fallegu veðri.
  3. Þú getur flogið á milli upplýstra þéttbýliskjarna.
  4. Þú hefur rýmri tíma til að komast heim úr yfirlandsflugi þegar tekur að skyggja.
  5. Þú verður öruggari og betri flugmaður með þeirri þekkingu sem þú aflar þér með næturréttindum.

Til viðbótar við þessi atriði má nefna að reynsla í sjónflugi að nóttu til er góður inngangur að blindflugi þar sem sum atriði eru eins hvað varðar framgang flugsins. Þú lærir á flugvöllinn að nóttu til, lærir að meta kennileiti, hæðir og landslag, nýtir blindflugsmælitæki meira, lærir ljósmerki o.fl. sem á reynir í næturflugi.

 

Eðlilegt skref einkaflugmanna

Flugmenn eru alltaf að læra og vilja bæta við sig réttindum eftir því sem reynslan eykst. Næturáritun er ein vinsælasta viðbótaráritun einkaflugmanna hérlendis og eðlilegt næsta skref í því að bæta við þekkingu og færni.

Geirfugl hefur kennt nætursjónflug um árabil og býr að mikilli reynslu og vandaðri kennslu. Margar af vélum félagsins eru sérstaklega búnar til nætursjónflugs og nýtast nemendum til kennslu og félagsmönnum til æfinga og ástundunar.

 

Nauðsynlegt skref fyrir blindflug

Ef flugmaður ætlar að hefja blindflugsnám er nauðsynlegt að hafa lokið nætursjónflugsréttindum. Kjörið er að ganga frá því hjá Geirfugli áður en haldið er lengra.  Það er mikilvægt að muna eftir því að klára þessi réttindi áður en sumarið kemur þegar dagsbirta er allan sólarhringinn.

Stutt og einfalt nám

Nætursjónflugsréttindi felast í tvennu. Annars vegar er farið yfir helstu atriði nætursjónflugs í stuttum tíma á jörðu niðri þar sem nemandi og kennari ræða nætursjónflug sín á milli. Hins vegar eru það verklegir tímar þar sem nemandi öðlast færni í öllum þáttum flugs að nóttu til.

Þú færð gilda næturflugsáritun að námskeiði loknu.

 

Kröfur

Ráðlegt er að flugmaður sé í flughæfu ástandi, þ.e. hafi flogið að einhverju marki síðustu mánuði áður en komið er að næturáritun. Flug í myrkri er meiri áskorun en flug að degi til og því gott að vera í góðri æfingu hvað flugið snertir.

Almennar kröfur:

  • Gilt einkaflugmannsskírteini PPL(A)

Flugnemar í PPL námi geta í ákveðnum tilvikum bætt nætursjónflugi við námsferil sinn til PPL skírteinis og fengið nætursjónflugsáritun í skírteinið við fyrstu útgáfu.

 

Verð

Kennslutímar eru samkvæmt verðskrá flugskóla. Tímafjöldi ræðst af námsframvindu. Lágmarkskröfur eru 3 kennslutímar og 2 einflugstímar.

Námsskipan

Námið skiptist í 3 kennslutíma og 2 einflugstíma. Alls 5 flugtíma. Skipulag kennslunar er með eftirfarandi hætti:  Athugið að lota er í raun eitt skipti sem getur verið meira eða minna en einn klukkutími.

Lota 1
Flug með kennara. Fyrsti kennslutíminn fer í að kynnast starfsaðferðum við fyrirflugsskoðun, akstur, flugtak, farflug, umferðarhring og lendingu að nóttu. Fyrir þetta flug skal nemi fá bóklega kennslu um þær reglur sem gilda um næturflug, bæði hvað varðar veður og búnað flugvéla og flugvalla. Einnig skal nemi fá kennslu um skynvillur og sjónblekkingar að nóttu.

Lota 2
Flug með kennara. Nemandi kynnist starfsaðferðum við yfirlandsflug að nóttu til, aðferðum við leiðsögu, notkun leiðsögutækja, aðkomu og brottflug frá flugvöllum að nóttu.

Lota 3
Flug með kennara. Frekari kennsla við akstur, flugtak, farflug, aðflug og lendingu eftir því sem kennari telur að þörf sé á.

Lota 4
Einflug. Nemandi fer í einflug í samráði við kennara og framkvæmir að lágmarki 5 flugtök og lendingar með fullri stöðvun. Aðrar æfingar í einflugi eru gerðar í samráði við kennara.

ATH: Tímafjöldi hér að ofan er lágmarkskfjöldi. Mjög breytilegt er eftir flugmönnum hvaða tímafjöldi hentar hverjum og einum.

(Kennt er samkvæmt Part-FCL stöðlum.)


Ég er tilbúinn í næsta skref