Geirfugl

Lendingarstaðir

Lendingarstaðir


Afnotareglur

Stjórn félagsins ákveður hvaða lendingarstaðir eru heimilir til lendinga á vélum félagsins. Við val á lendingarstöðum er stuðst við takmarkanir í tryggingum félagsins og markmið um að vernda vélar félagsins fyrir skemmdum t.d. á grófum malarbrautum og víðar. Í afnotareglum segir:

Aðeins skal lent á skráðum flugbrautum.

Það þýðir að fyrirhugaður lendingarstaður verður að vera skilgreindur flugvöllur eða skráður lendingarstaður í flugmálahandbók Íslands: AIP Iceland. 

Hér að neðan er tæmandi listi yfir samþykkta lendingarstaði fyrir vélar félagsins. Ef lendingarstaður er ekki tilgreindur í listanum hér að neðan þá er hann ekki leyfilegur á vélum félagsins. Engar undantekningar eru frá þeim reglum. Flugmenn sem ekki fylgja þessum reglum geta átt von á því að notkunarréttur þeirra skerðist að hluta eða öllu leiti.

Í neyðartilvikum eru allir lendingarstaðir heimilir hvort sem þeir eru skráðir, óskráðir, tún, vegir, o.s.frv. og ræðst lendingarstaður af mati flugmanns í takt við neyðarviðbrögð.


Undirbúningur

Tengiliður á velli
Hver einasti skráði lendingarstaður er með upp gefinn tengilið í flugmálahandbók (AIP Iceland). Kjörið er að hafa samband við umsjónarmann til þess að fá nýjustu upplýsingar um stöðu vallarins. Þetta er sérstaklega miklvægt í tilviki hálendisvalla.

Yfirborð
Margir af samþykktum lendingarstöðum félagsins eru minni lendingarstaðir sem eru aðeins opnir að sumri til. Sumir eru á hálendinu og því afar mikilvægt að kanna ástand valla vel áður en lagt er af stað. Sérstaklega varasamt er að lenda á malarvöllum að vori ef þeir hafa ekki verið valtaðir eftir veturinn. Vatn sem frýst í brautunum myndar holrými svo að brautirnar verða gljúpar og geta hjól sokkið djúp í mölina við lendingu.

Afköst
Athugið einnig að skráður lendingarstaður er ekki rekinn af opinberum aðilum sem tryggja ákveðið þjónustustig heldur af einstaklingum eða félögum og uppfylla ákveðin lágmarksskilirði um aðbúnað (merkingar, ofl). Það er því ekki ávísun á góðar aðstæður að lendingarstaðurinn sé skráður. Þá er mikilvægt að reikna afköst véla á grasbrautum m.v. handbók véla þar sem bæta þarf við vegalengdir eftir þvi hvort gras er hátt, lágt, blautt, o.s.frv.

Loftþéttnihæð
Þá er vakin sérstök athygli á því að hálendisvellir eru margir í mikilli hæðyfir sjávarmáli og huga þarf að loftþéttnihæð (density altitude) og reikna afköst við lendingu og flugtak m.v. handbók vélar.

Sérstök varúð
Geirfuglar verða að huga sérstaklega að hegðun á malarbrautum til þess að verja flugvélar fyrir skemmdum. Aldrei skal keyra upp á möl, aldrei skal fara í hópflugtak á möl og haga skal akstri á möl mjög vandlega. Ef hjól festist í holu er betra að drepa á mótor, fara út og færa vélina, heldur en að gefa fullt afl á malarbraut.

Könnun fyrir lendingu
Alltaf skal fljúga lágt yfir völl og kanna aðstæður í takt við almennar umferðarreglur á óstjórnuðum völlum. Þetta skal gera þrátt fyrir jafnvel nýjar upplýsingar um ástand brauta. Engin vakt er á skráðum lendingarstöðum og því geta aðstæður breyst með skömmum fyrirvara af ýmsum ástæðum. Þá skal gæta að búfénaði eða fuglum sem geta verið á brautum. Lágflug yfir braut getur dugað til að hreyfa við dýrum sem þá færa sig um set.

 

Samþykktir lendingarstaðir

Staður Merking Yfirborð Lendingarstaður FGA FGB FGC ISE SKN SPY TEN FUN
Akureyri BIAR Malbik Flugvöllur
Bíldudalur BIBD Malbik Flugvöllur
Egilsstaðir BIEG Malbik Flugvöllur
Gjögur BIGJ Malbik Flugvöllur
Grímsey BIGR Malbik Flugvöllur
Húsavík BIHU Malbik Flugvöllur
Höfn BIHN Malbik Flugvöllur
Ísafjörður BIIS Malbik Flugvöllur
Keflavík BIKF Malbik Flugvöllur
Reykjavík BIRK Malbik Flugvöllur
Sauðárkrókur BIKR Malbik Flugvöllur
Þingeyri BITE Malbik Flugvöllur
Þórshöfn BITN Malbik Flugvöllur
Vestmanaeyjar BIVM Malbik Flugvöllur
Vopnafjörður BIVO Malbik Flugvöllur
Bakki BIBA olíumöl Skráður
Blönduós BIBL Skráður
Búðardalur BIBR Skráður
Djúpivogur BIDV Skráður
Einholtsmelar BIEH Skráður
Fagurhólsmýri BIFM Skráður
Flúðir BIFL Skráður
Grímsstaðir BIGS Skráður
Hella BIHL Gras Skráður
Herðubreiðarlindir BIHE Möl Skráður
Hólmavík BIHK Skráður
Húsafell BIHZ Skráður
Hveravelir BIHI Skráður
Kaldármelar BIKA Gras Skráður
Kerlingarfjöll BIKE Möl Skráður
Kirkjubæjarklaustur BIKL Skráður
Kópasker BIKP Skráður
Melgerðismelar bIMM Gras Skráður
Múlakot BIMK Gras Skráður
Norðfjörður BINF Slitlag Skráður
Nýidalur BIND Skráður
Raufarhöfn BIRG Skráður
Reykhólar BIRE Skráður
Reykjahlíð BIRL Skráður
Reykjanes BIRS Skráður
Rif BIRF Skráður
Sandskeið BISS Skráður
Sauðarflugvöllur BISA Skráður
Selfoss BISF Skráður
Skaftafell BISL Skráður
Skálavatn BISV Skráður
Skógasandur BISK Skráður
Stórikroppur BISR Skráður
Stykkishólmur BIST Skráður
Tungubakkar BIMS Skráður
Vík BIVI Skráður
Þórsmörk BITM Skráður
Allir aðrir lendingarstaðir nei nei nei nei nei nei nei nei

Síðast uppfært 29.07.18