Geirfugl

Kynnisflug

Kynnisflug

Þarna ert þú með kennaranum í aðflugi að Reykjavíkurvelli eftir fyrsta flugið þitt. Þú ert til vinstri og ert að fljúga. Þú trúir því varla en þú kannt nú að stýra flugvél.

 

Velkomin um borð!

Við bíðum eftir þér niðri á flugvelli. Þú þarft aðeins að skrá þig hér og kennari mun hafa samband við þig og finna hentugan tíma. Flugið er án allra skuldbindinga og er fyrst og fremst kynning á því sem heillað hefur alla á undan þér - að geta flogið um loftin blá.

Það er ekki eftir neinu að bíða!

Kynnisflug kostar 9.500 kr alls - það er ekki mikið.

 
 

Sérðu húsið þitt?

Þetta er útsýnið í kynnisfluginu!

 

Fljúgðu fyrst hjá Geirfugli

Geirfugl er flugskóli og klúbbur sem er í hjarta einkaflugsins og þangað sækir stór hluti íslenskra flugmanna. Við erum grasrótarfélag og höfum kennt flug í 17 ár. Við höfum einlægan áhuga á flugi og munum því hafa gaman af því að sýna þér aðstöðuna, fara með þig í loftið og gera kynnisflugið ógleymanlegt.

Nú er tækifærið. 

Koma svo! :-)

 

Það er alltaf gaman að fljúga. Hér eru tveir geirfuglar, flugnemi og kennari, á góðri stundu á flugi.

 

Einstök upplifun framundan

Kynnisflug er fyrsti flugtíminn þinn og þú getur skráð hann í flugdagbókina þína. Í fluginu færðu að stjórna flugvél, taka á loft, beygja, hækka og lækka og margt annað skemmtilegt. Þú færð að sjá borgina úr lofti og Reykjanesið eða Mosfellsheiðina. Þú færð svo að lenda flugvélinni með aðstoð kennara.

Mundu bara að það gleymir enginn sínu fyrsta flugi!

Við hlökkum til að sjá þig!