Geirfugl

Fróðleikur um flug

Flugmolar

Rétt hegðun á malarbrautum

Malarbrautir eru víða utan við þéttbýli og mikilvægt að flugmenn þekki og kunni að hegða sér á slíkum brautum. Auðvelt er að valda verulegum skemmdum á flugvélum ef ranglega er farið að á malarbrautum. Stærsta ógnin er grjót og möl á brautum sem loftskrúfan sogar upp þegar afl er sett á mótorinn. Grjóti kastast því í skrúfuna, vængi, stél og skrokk og veldur verulegum skemmdum.

Read More
Að skilja og nota EGT mæli

Á flugvélum er svonefndur EGT mælir sem þýðir Exhaust gas temperature og mælir hitastig útblásturs úr mótornum. Þegar hvert einasta eldsneytismólikúl og hvert einasta súrefnismólikúl geta tengst saman án þess að skilja nokkurt út undan næst hámarks hitaorka. Þannig fer ekkert eldsneyti eða súrefni til spillis við brunann.

Read More
Matthias ArngrimssonEGT, lean